Panel only seen by widget owner

Lúxusferð til Vilamoura

12 dagar: 4-15 október
18-29 október
Vilamoura - Portúgal
Verð frá;
Kr.- 549.900 á mann

Lúxusferð til Vilamoura - Algarve

Komdu með í einstaka golfferð til paradísarinnar í Vilamoura á suðurströnd Portúgals í haust. Við gistum í 11 nætur á hinu glæsilega 5* Hilton Vilamoura As Cascatas Resort & Spa hótelinu sem nýlega var valið besta golfhótel Portúgals og Evrópu 2025“ samkvæmt World Golf Awards, og spilum golf á fimm heimsklassa golfvöllum við bestu mögulegu aðstæður.
Í ferðinni munum við njóta þess að spila golf á einhverjum bestu völlum Algarve svæðisins, þar á meðal á Pinhal, Laguna, Millenium og hinum sögufræga Old Course Vilamoura. Þar að auki munum við heimsækja hinn margverðlaunaða Monte Rei Golf & Country Club, sem telst besti golfvöllur Portúgals og er á topp 15 lista yfir bestu golfvelli í Evrópu.
Njóttu þess besta sem Algarve hefur upp á að bjóða í frábærum félagsskap og fullkomnum lúxus. Tryggðu þér pláss í tíma í þessa einstöku golfferð sem lengi verður í minnum höfð!

Golfvellirnir

Vilamoura er heimili fimm golfvalla í heimsklassa sem staðsettir eru í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá hvor öðrum. Svæðið býður kylfingum upp á sjaldgæft tækifæri til að takast á við fjölbreyttar áskoranir og ógleymanlegar upplifanir, allt á einum stað. Vilamoura er þekkt fyrir fjölbreytileika og að bjóða upp á áskoranir fyrir leikmenn á öllum getustigum í stórkostlegu landslagi. Svæðið er frábær golfáfangastaður með fjölbreytta gistimöguleika, hvítar sandstrendur, líflegt næturlíf og hina frægu Vilamoura höfn.
Pinhal: Pinhal-völlurinn er fallegur og skemmtilegur völlur sem liggur innan um hávaxin furutré sem gera brautirnar krefjandi en heillandi. Hann var upphaflega hannaður af Frank Pennink og síðar endurbættur af hinum þekkta Robert Trent Jones Sr. Völlurinn einkennist af bylgjóttu landslagi, vandlega staðsettum glompum og litlum flötum sem krefjast nákvæmni og einbeitingar.
Laguna: Laguna-völlurinn sker sig úr með sínu opna landslagi og fjölmörgum vatnstorfærum sem bæta við bæði áskorun og spennu. Völlurinn er hannaður af golfvallahönnuðinum Joseph Lee, og býður hann kylfingum upp á fjölbreyttar brautir þar sem áhersla er lögð á nákvæmni og gott skipulag. 
Millennium: Millennium er einn vinsælasti golfvöllurinn í Vilamoura, frægur fyrir að bjóða bæði áskoranir fyrir vana kylfinga og ánægjulega upplifun fyrir áhugamenn. Völlurinn býður upp á fallegt landslag, breiðar brautir, og stórar flatir sem umluktar eru trjám. Millennium sameinar vel hefðbundinn stíl og nútímalega hönnun. 
Old Course: Old Course er talinn einn af fallegustu og virtustu völlunum í Algarve, oft nefndur „gimsteinninn í Vilamoura.“ Hann var hannaður af Frank Pennink árið 1969 og liggur í einstaklega fallegu landslagi innan um gamla furuskóga. Völlurinn sker sig úr með klassísku skipulagi, þröngum brautum, vel staðsettum glompum og flötum sem krefjast mikillar nákvæmni og útsjónarsemi.

Einnig verður hin margverðlaunaði Monte Rei heimsóttur en hann er á lista yfir 15 bestu golfvelli í Evrópu. Völlurinn er frábær fyrir golfara á öllum getustigum en hann var hannaður af engum öðrum en Jack Nichlaus.
Old Course 
  • Holur: 18 
  • Lengd: Hvítur: 6.254, Gulur: 5.913, Blár: 5.718, Rauður: 5.086 
  • Par: 73
  • Opnun: 1969
  • Hönnuður: Frank Pennick
Pinhal
  • Holur: 18
  • Lengd: Hvítur: 6.353, Gulur: 5.914, Blár: 5.627, Rauður: 5.206
  • Par: 72
  • Opnun: 1976
  • Hönnuður: Frank Pennick
Millennium
  • Holur: 18
  • Lengd: Hvítu: 6.176, Gulur: 5.784, Blár: 5.496, Rauður: 4.767
  • Par: 72
  • Opnun: 2000
  • Hönnuður. Martin Hawtree
Laguna
  • Holur: 18
  • Lengd: Hvítur: 6.121, Gulur: 5.774, Blár: 5.605, Rauður: 4.900
  • Par: 72
  • Opnun: 1990
  • Hönnuður: Joseph Lee
Monte Rei
  • Holur: 18
  • Lengd: Blár: 6.567, Gulur: 6.030, Hvítur: 5.713, Rauður: 4.845
  • Par: 72
  • Opnun: 2007
  • Hönnuður: Jack Nichlaus

Hótelið

Hilton Vilamoura er 5 stjörnu lúxushótel staðsett á Algarve svæðinu í Portúgal. Hotelið var nýlega valið besta golfhótel Portúgals og besta golfhótel Evrópu fyrir árið 2025 af World Golf Awards. Hótelið er staðsett nálægt golfvöllunum sem verða heimsóttir í þessari ferð og í aðeins um 20 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum í Faro. 
Hilton Vilamoura býður upp á 176 rúmgóð herbergi með björtum og róandi innréttingum, svölum með útsýni yfir innigarðinn, stórum rúmum, vinnusvæði, 42 tommu HDTV og WiFi. Hótelið hefur einnig sex sundlaugar með fossum, stærstu heilsulind Portúgals, og barnaklúbb. 
Að auki er hótelið með fjölbreytt úrval af veitingastöðum, þar á meðal grill, ítalska matargerð, tapas og útiveitingar. Rubi Bar býður upp á lifandi tónlist og íþróttaviðburði á sjónvarpi.

Ferðadagsetningar haustið 2025

Ferðadagsetningarnar hér eru flugdagsetningar frá Íslandi. Ef þið viljið skoða möguleikann á öðrum dagsetningum fyrir hópinn ykkar getið þið sent okkur póst á elite@eliteferdir.is
  • 12 dagar - 4 október
  • 12 dagar - 18 október
Search