Um Elite Ferðir
Elite Ferðir var stofnað í byrjun árs 2025. Markmið okkar er að verða leiðandi í golf og íþróttaferðum til Evrópu. Hjá okkur starfa einstaklingar með mikla reynslu af sölu og skipulagginingu íþrótta- og afþreyingaferða fyrir einstaklinga og hópa. Elite Ferðir er hluti af Nordic Green Travel 431116-1110.
Starfsmenn

Þórður Rafn Gissurarson
Þórður Rafn er fyrrverandi atvinnukylfingur. Hann lék á þýsku Pro Golf Tour mótaröðinni auk Challenge Tour. Hann varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2015. Þórður er að klára golfkennaranám hjá PGA Íslandi en því lýkur í maí 2025

Daði Már Steinsson
Daði Már toppaði íþróttaferilinn með 5 stjörnum í knattþrautum KSÍ og Coca Cola 11 ára gamall. Hann er mikill íþróttaáhugamaður og hefur starfað við ferðaþjónustu og rekstur síðastliðin ár.
Elite Ferðir
Fararstjórar / Golfkennarar
Elite Ferðir er með frábæran hóp fararstjóra / golfkennara sem sjá til þess að þín golfferð / golfskóli fari vel fram.

Björn Kristinn BjörnssonFararstjóriSkólastjóri Elite Golfskólans
Björn Kristinn Björnsson er mjög reyndur PGA golfkennari með áralanga sérhæfingu í nýliða- og byrjendakennslu. Hann útskrifaðist sem PGA golfkennari hjá PGA Ísland árið 2012 og hefur síðan starfað víða við kennslu á Íslandi og erlendis. Frá árinu 2017 hefur hann sinnt almennri golfkennslu með áherslu á nýliða og byrjendur.

Bergþór ErlingssonFararstjóri / Golfkennari
Bergþór Erlingsson er verðandi PGA golfkennari, á lokametrunum í PGA námi á vegum PGA á Íslandi, sem lýkur í maí 2025. Hann hefur þegar aflað sér víðtækrar reynslu með þátttöku í kennslu í golfskólum erlendis, þar sem hann hefur tekið virkan þátt í skipulagningu og framkvæmd æfinga, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Böðvar ValgeirssonFararstjóri / Golfkennari
Böðvar er á lokaári sínu í PGA námi á Íslandi og verður útskrifaður PGA golfkennari í maí 2025. Þrátt fyrir að vera á byrjunarreit starfsferils síns sem vottaður kennari, hefur hann þegar byggt upp góða reynslu af kennslu og aðstoð í golfskólum erlendis, þar sem hann hefur tekið virkan þátt í þjálfun kylfinga á mismunandi getustigum.

Sigurður Elvar ÞórólfssonFararstjóri / Golfkennari
Sigurður Elvar Þórólfsson er menntaður íþróttafræðingur og mun í maí 2025 klára nám sitt sem vottaður PGA golfkennari á vegum PGA á Íslandi, sem sameinar djúpan skilning á líkamsbeitingu og hreyfifræði með fagmennsku í golfkennslu.

Atli Freyr RafnssonFararstjóri / Golfkennari
Atli Freyr Rafnsson er efnilegur verðandi PGA golfkennari en hann útskrifast sem slíkur í maí 2025. Atli hefur þegar unnið sér inn traust og virðingu sem golfleiðbeinandi hjá Golfklúbbi Skagafjarðar, þar sem hann ber ábyrgð á allri kennslu innan klúbbsins.

Þórður Rafn GissurarsonFararstjóri / Golfkennari
Þórður Rafn Gissurarson er verðandi PGA golfkennari sem býr yfir dýrmætri reynslu úr fremstu röð íslensks golfíþróttalífs. Hann hefur spilað sem atvinnukylfingur og á að baki glæsilegan keppnisferil þar sem hann m.a. varð Íslandsmeistari í höggleik karla árið 2015.

Karl Hannes SigurðssonFararstjóri / Golfkennari
Karl Hannes Sigurðsson er verðandi PGA golfkennari sem útskrifast í maí 2025. Hann hefur lagt mikinn metnað í golfíþróttina og býr yfir djúpri þekkingu á bæði tækniþáttum og kennsluaðferðum. Karl hefur skapað sér orðspor sem faglegur, jákvæður og hvetjandi leiðbeinandi.