Skilmálar
Elite Ferðir (Ferðaskrifstofan) er dótturfélag Nordic Green Travel ehf. og lýtur ferðaskrifstofuleyfis Nordic Green Travel og ber tryggingar gagnvart sínum viðskiptavinum samkvæmt lögum.
ALMENNT
AFBÓKANIR
Ef til afbókunar kemur skal senda skriflega tilkynningu til Elite Ferðir með tölvupósti (elite@eliteferdir.is). Samkvæmt viðskiptaháttum á Íslandi er ferðalangur skyldugur til að greiða afbókunargjald sem hér segir:
8-16 vikur fyrir brottför – Staðfestingargjald
0-8 vikur fyrir brottför - 100% gjald er tekið
Afbókunargjaldið er reiknað út frá heildarverði frísins sem ferðalangur hefur bókað hjá Elite Ferðir.
VERÐLAGNING
Verð sem gefið er upp á vefsíðunni er á mann nema annað sé tekið fram. Vinsamlegast athugið að verð er gefið upp í íslenskum krónum (ISK) og getur breyst í samræmi við sveiflur í gengi gjaldmiðla, breytingar á ríkisskattlagningu, breytingar á gjaldskrám samstarfsaðila eða aðrar kostnaðarhækkanir sem eru utan stjórn Elite Ferða. Ferðaskipuleggjendur og aðrir þjónustuaðilar geta breytt verðum sínum hvenær sem er svo verð getur breyst skyndilega. Ekki er hægt að tryggja að verð taki ekki breytingum fyrr en fullnaðargreiðsla hafur farið fram. Þegar bókun er fullbókuð er verð tryggt gegn álagi nema vegna gjaldmiðlabreytinga. Elite Ferðir tekur við Visa og Mastercard en einnig er hægt að greiða með millifærslum.
ALMENNT
Hér getur þú lesið allt um skilmála okkar. Við hjá Elite ferðum erum skuldbundin til að vernda friðhelgi þína og velferð, því hvetjum við þig til að lesa eftirfarandi skilmála vandlega þar sem þeir innihalda lagalegar skuldbindingar. Með því að nota vefsíðu okkar (www.eliteferdir.is) samþykkir þú eftirfarandi skilmála. Með því að nota vefsíðu okkar staðfestir þú að þú sért fær og hæfur til að ferðast. Fyrir frekari upplýsingar um vegabréfsáritanir, vegabréf og heilsufarsmál, vinsamlegast heimsæktu opinbera vefsíðu Utanríkisráðuneytis Íslands.
Farþegar bera ábyrgð á að hafa nauðsynleg ferðaskjöl og heilsufarsgögn fyrir brottför. Elite Ferðir getur ekki verið ábyrgt ef farþegum er neitað um inngöngu við brottför frá eða komu til Íslands eða annars lands vegna skorts á nauðsynlegum skjölum. Í þessu tilfelli falla allar kröfur um endurgreiðslu niður. Notkun vefsíðu okkar er ætluð til lögmætra beiðna um bókun á vörum og þjónustu sem boðið er upp á. Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú að leggja ekki fram falskar eða sviksamlegar beiðnir.
ÁBYRGÐIR
Elite Ferðir bera ekki ábyrgð á óviðráðanlegum breytingum á ferðum sínum, svo sem breytingum á flugtímum vegna seinkana eða skyndilegra breytinga á tímasetningum atburða sem sóttir eru heim. Ferðaskrifstofunni er heimilt að breyta eða aflýsa ferð í heild sinni ef ófyrirsjáanlegar aðstæður krefjast þess, enda hafi hún enga stjórn eða leið til að hafa áhrif á aðstæður. Ferðaskrifstofan mun senda farþegum tilkynningu þess efnis við fyrsta mögulega tækifæri.
ÁBYRGÐIR
Elite Ferðir bera ekki ábyrgð á óviðráðanlegum breytingum á ferðum sínum, svo sem breytingum á flugtímum vegna seinkana eða skyndilegra breytinga á tímasetningum atburða sem sóttir eru heim. Ferðaskrifstofunni er heimilt að breyta eða aflýsa ferð í heild sinni ef ófyrirsjáanlegar aðstæður krefjast þess, enda hafi hún enga stjórn eða leið til að hafa áhrif á aðstæður. Ferðaskrifstofan mun senda farþegum tilkynningu þess efnis við fyrsta mögulega tækifæri.
Ferðaskrifstofan er ekki ábyrg fyrir neinum slysum, tjónum, veikindum, meiðslum, skemmdum, vinnudeilum, bilunum í tækjum, töfum og kostnaði vegna aðgerða eða aðgerðarleysis samstarfsaðila, leiðsögumanna eða annarra þjónustuaðila, sem ekki eru beint á vegum Elite Ferða. Við mælum með að viðskiptavinir okkar kaupi viðeigandi ferðatryggingar sem ná yfir allar athafnir á meðan á heimsókn stendur. Ferðatryggingarnar ættu að vera lesnar vandlega fyrir brottför og hafðar með í för. Til upplýsinga, flestir skipuleggjendur áskilja sér rétt til að breyta leiðum, ferðaáætlunum og/eða tímasetningum vegna veðurskilyrða eða annarra ófyrirséðra aðstæðna.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að vísa fólki úr skipulögðum ferðum ef viðkomandi telst ekki ferðafær vegna óhóflegrar áfengis- og/eða lyfjaneyslu og/eða hegðunar og samskipta við starfsfólk Ferðaskrifstofunnar, samstarfsaðila eða aðra viðskiptavini.
AFBÓKANIR
Ef til afbókunar kemur skal senda skriflega tilkynningu til Elite Ferðir með tölvupósti (elite@eliteferdir.is). Samkvæmt viðskiptaháttum á Íslandi er ferðalangur skyldugur til að greiða afbókunargjald sem hér segir:
8-16 vikur fyrir brottför – Staðfestingargjald
0-8 vikur fyrir brottför - 100% gjald er tekið
Afbókunargjaldið er reiknað út frá heildarverði frísins sem ferðalangur hefur bókað hjá Elite Ferðir.
VERÐLAGNING
Verð sem gefið er upp á vefsíðunni er á mann nema annað sé tekið fram. Vinsamlegast athugið að verð er gefið upp í íslenskum krónum (ISK) og getur breyst í samræmi við sveiflur í gengi gjaldmiðla, breytingar á ríkisskattlagningu, breytingar á gjaldskrám samstarfsaðila eða aðrar kostnaðarhækkanir sem eru utan stjórn Elite Ferða. Ferðaskipuleggjendur og aðrir þjónustuaðilar geta breytt verðum sínum hvenær sem er svo verð getur breyst skyndilega. Ekki er hægt að tryggja að verð taki ekki breytingum fyrr en fullnaðargreiðsla hafur farið fram. Þegar bókun er fullbókuð er verð tryggt gegn álagi nema vegna gjaldmiðlabreytinga. Elite Ferðir tekur við Visa og Mastercard en einnig er hægt að greiða með millifærslum.
Verð sem sýnd eru á vefsíðu ferðaskrifstofunar eru "frá" verð. Það þýðir að það verð er lægsta mögulega verð fyrir þá ákveðnu vöru eða þjónustu en mögulegt er að verð breytist miðað við ákveðnar forsendur og val viðskiptavinar.
LÖGJAFARÁKVÆÐI
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Deilur verða leystar í íslenska réttarkerfinu ef einhverjar koma upp.
LÖGJAFARÁKVÆÐI
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Deilur verða leystar í íslenska réttarkerfinu ef einhverjar koma upp.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi það sem hér hefur komið fram vinsamlegast hafðu samband við okkur á elite@eliteferdir.is
