Elite golfskólinn
Verð frá kr.- 329.900 á mann.
8 dagar: 24. september - 1. október
1. október - 8. október
11. október - 18. október
22. október - 29. október
El Rompido á Spáni
8 dagar: 
24. september - 1. október
1. október - 8. október
11. október - 18. október
22. október - 29. október
El Rompido - Spánn
Verð frá;
Kr.- 329.900 á mann

Elite golfskólinn

Í Elite golfskólanum leggjum við áherslu á persónulega nálgun og fagmennsku. Til að tryggja hámarksárangur og athygli fyrir hvern og einn nemanda eru aldrei fleiri en 8 manns á hvern golfkennara. Við förum yfir alla þætti golfsins, þar á meðal sveiflu, pútt, vipp, högg úr sandgryfjum, leikskipulag og andlega þætti leiksins. Auk þess fær hver nemandi tvær 30 mínútna einkakennslur á meðan golfskólanum stendur, til að fá einstaklingsmiðaða leiðsögn og betrumbætur.

Golfskólinn hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum sem vilja skerpa á leiknum, læra af fagfólki og taka næsta skref í átt að betri árangri.

Dagskrá

Elite Golfskólinn verður haldinn á El Rompido á Spáni þetta árið. Hluti af kennslunni fer fram úti á golfvelli, þar sem við vinnum með leikskipulag, vallartækni og hvernig best er að beita tækni og stefnumótun í raunverulegum leikskilyrðum. Golfskólinn hentar bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja skerpa á færni sinni og ná betri árangri í golfi.
Í Elite golfskólanum tryggjum við hámarks kennslugæði með því að hafa aldrei fleiri en 8 manns á hvern golfkennara. Nemendur fá þjálfun í bæði tækni og leikskipulagi í fullkomnu jafnvægi. 
Hver og einn nemandi fær einnig tvær 30 mínútna einkakennslu með kennara yfir ferðina til að vinna markvisst með sína tækni og bætingar. 
Við leggjum áherslu á persónulega nálgun, metnaðarfulla kennslu og raunverulega framför. Þetta er golfskóli fyrir þá sem vilja læra, bæta sig og njóta!

Dæmigerður dagur í Elite golfskólanum:
Morgunkennsla (2-3 klst - ca. 9.30 til 11.30/12.30)
  • Upphitun og æfingar
  • Sveiflutækni og högg (járn- og tréhögg)
  • Vipp og pútt – nákvæmni og tilfinning
  • Högg úr erfiðum aðstæðum (t.d. sandgryfjum)
  • Sérsniðnar æfingar byggðar á styrkleikum og veikleikum hvers nemanda
Hádegishlé (11.30/12:30-13:30)
  • Hádegismatur og hvíld / Vinna í golfleiknum
Eftir hádegi – Golfkennsla á vellinum (Rástímar ca. 13.30 til 14.30)
  • Út á golfvöll með golfkennara
  • Leikskipulag og strategía – hvenær og hvernig á að velja rétt högg
  • Ákvarðanataka í mismunandi aðstæðum
  • Að lesa völlinn og nýta hann sér í hag
  • Hugarfar í golfi – hvernig á að takast á við áskoranir í leiknum
Dagurinn endar með samantekt og spurningum

Auka kennsla á frídegi – Valmöguleiki
Á frídegi golfskólans býðst nemendum valkvæð auka kennsla án aukakostnaðar.
Um er að ræða nokkur stutt örnámskeið (1 klst hvert) með mismunandi áherslum, t.d.:
  • Pútt (stefna/mið/lengdarstjórnun
  • Járnahögg og/eða teighögg
  • Vipp og Pitch högg
  • Leikskipulag og hugarfar á golfvelli
Golfkennsla fer fram eftr hádegi. Þátttaka þarf að vera bókuð fyrirfram, í síðasta lagi daginn áður, til að tryggja skipulag og gæði.

Hver og einn nemandi fær einnig tvær 30 mínútna einkakennslu með kennara yfir ferðina til að vinna markvisst með sína tækni og bætingar. Við leggjum áherslu á persónulega nálgun, metnaðarfulla kennslu og raunverulega framför. Þetta er golfskóli fyrir þá sem vilja læra, bæta sig og njóta!

Elite Golfkennarar

Í Elite Golskólanum er lögð mikil áhersla á að golfkennslan henti byrjendum sem og lengra komnum. Því höfum við fengið til liðs við okkur frábæra golfkennara sem sérhæfa sig í persónlegri og fagmannlegri kennslu fyrir golfara á öllum getustigum.

Skólastjóri
Björn Kristinn Björnsson

Björn Kristinn Björnsson er mjög reyndur PGA golfkennari með áralanga sérhæfingu í nýliða- og byrjendakennslu. Hann útskrifaðist sem PGA golfkennari hjá PGA Ísland árið 2012 og hefur síðan starfað víða við kennslu á Íslandi og erlendis. Frá árinu 2017 hefur hann sinnt almennri golfkennslu með áherslu á nýliða og byrjendur.
Meira um Björn
#
Ferill hans hófst hjá Golfklúbbi Grindavíkur árið 2013 og í kjölfarið tók hann við barna- og unglingakennslu hjá Golfklúbbi Keilis, þar sem hann starfaði árin 2013 til 2016. Frá árinu 2017 hefur hann sinnt almennri golfkennslu með áherslu á nýliða og byrjendur, þar sem hann nýtir bæði faglega nálgun og reynslu sína af fjölbreyttum nemendahópum.
Á árunum 2018 til 2024 starfaði Björn sem golfkennari og skólastjóri hjá Golfskálanum ferðaskrifstofu á Spáni, þar sem hann hafði yfirumsjón með skipulagningu og framkvæmd golfskóla fyrir fjölbreyttan hóp kylfinga. Þar öðlaðist hann enn dýpri innsýn í kennslu við mismunandi aðstæður og þróaði áfram persónulega og hvetjandi kennsluaðferð sem einkennir hans störf.
Auk þess að vera virkur á kennslusviðinu gegnir Björn mikilvægu hlutverki sem formaður PGA á Íslandi. Í þeirri stöðu hefur hann verið leiðandi í faglegri þróun golfkennslu á landsvísu og tekið þátt í að efla menntun og fagvitund meðal kennara og leiðbeinenda.
Björn er þekktur fyrir þolinmæði, skýra framsetningu og hlýlegt viðmót. Hann leggur sig fram um að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og hjálpa þeim að ná árangri á sínum forsendum – hvort sem þeir eru að taka sín fyrstu skref í golfi eða leita leiða til að bæta leik sinn enn frekar.

Golfkennari
Bergþór Erlingsson

Bergþór Erlingsson er verðandi PGA golfkennari, á lokametrunum í PGA námi á vegum PGA á Íslandi, sem lýkur í maí 2025. Hann hefur þegar aflað sér víðtækrar reynslu með þátttöku í kennslu í golfskólum erlendis, þar sem hann hefur tekið virkan þátt í skipulagningu og framkvæmd æfinga, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Meira um Bergþór
#
Með sterkan grunn í tæknilegri þekkingu, mikinn áhuga á kennslu og persónulegri nálgun hefur Bergþór þegar sannað sig sem öflugur leiðbeinandi sem fær nemendur til að ná framförum á markvissan hátt. Þrátt fyrir að vera að stíga sín fyrstu skref sem sjálfstæður kennari nýtur hann trausts og virðingar fyrir fagmennsku sína og nákvæmni í framsetningu.
Bergþór vinnur af metnaði og alúð við hvert einasta högg, og hans helsta markmið er að hjálpa kylfingum að ná betri tökum á leiknum – á þeirra eigin forsendum.

Golfkennari
Böðvar Valgeirsson

Böðvar er á lokaári sínu í PGA námi á Íslandi og verður útskrifaður PGA golfkennari í maí 2025. Þrátt fyrir að vera á byrjunarreit starfsferils síns sem vottaður kennari, hefur hann þegar byggt upp góða reynslu af kennslu og aðstoð í golfskólum erlendis, þar sem hann hefur tekið virkan þátt í þjálfun kylfinga á mismunandi getustigum.
Meira um Böðvar
#
Böðvar býr yfir mikilli leikþekkingu, sterkum tæknigrunn og brennandi áhuga á kennslu. Með þetta að vopni hefur Böðvar reynst áhugahvetjandi og faglegur leiðbeinandi sem setur gæði og persónulega nálgun í forgrunn. Hann leggur áherslu á að skapa jákvæða upplifun fyrir nemendur sína, byggja upp traust og hjálpa þeim að skilja leikinn betur – hvort sem markmiðið er að ná stöðugri sveiflu eða bæta skor á vellinum. Böðvar sameinar ferska sýn, upplifun af fjölbreyttum kennsluaðstæðum og vandaða menntun – og er sannarlega kennari framtíðarinnar.

Golfkennari
Sigurður Elvar Þórólfsson

Sigurður Elvar Þórólfsson er menntaður íþróttafræðingur og mun í maí 2025 klára nám sitt sem vottaður PGA golfkennari á vegum PGA á Íslandi, sem sameinar djúpan skilning á líkamsbeitingu og hreyfifræði með fagmennsku í golfkennslu.
Meira um Sigurð
#
Hann hefur starfað sem golfleiðbeinandi í golfskólum erlendis, þar sem hann öðlaðist dýrmæta reynslu af fjölbreyttum hópum og kennslu í mismunandi aðstæðum. 
Sigurður hefur þegar sýnt fram á öfluga leiðtogahæfileika, faglega nálgun og hæfni til að miðla efni á skýran og hvetjandi hátt. Golfþekking og íþróttafræðileg menntun Sigurðar Elvars auk reynslu við golfkennslu mun koma nemendum Elite Golfskólans vel að notum.

Golfkennari 
Atli Freyr Rafnsson

Atli Freyr Rafnsson er efnilegur verðandi PGA golfkennari en hann útskrifast sem slíkur í maí 2025. Atli hefur þegar unnið sér inn traust og virðingu sem golfleiðbeinandi hjá Golfklúbbi Skagafjarðar, þar sem hann ber ábyrgð á allri kennslu innan klúbbsins.
Meira um Atla
#
Hann hefur jafnframt umsjón með barna- og unglingastarfi, auk þess að stýra nýliða- og byrjendakennslu fyrir bæði Golfklúbb Blönduós og Golfklúbb Skagastrandar. Þrátt fyrir að vera ekki formlega útskrifaður sem PGA golfkennari enn sem komið er hefur Atli safnað mikilli reynslu í verki og tekið virkan þátt í að efla golfmenningu og kennslu á Norðurlandi. Hann býr yfir sterku skipulagshæfileikum og sýnir mikla ábyrgð í starfi, hvort sem hann er að vinna með börnum, unglingum eða fullorðnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfi eða lengra komna sem eru að þróa sinn leik enn frekar. Með áherslu á hlýlega og hvetjandi nálgun, skýra kennslu og praktíska nálgun á leikinn, er Atli þegar farinn að móta sig sem traustan og metnaðarfullan kennara.

Golfkennari
Þórður Rafn Gissurarson

Þórður Rafn Gissurarson er verðandi PGA golfkennari sem býr yfir dýrmætri reynslu úr fremstu röð íslensks golfíþróttalífs. Hann hefur spilað sem atvinnukylfingur og á að baki glæsilegan keppnisferil þar sem hann m.a. varð Íslandsmeistari í höggleik karla árið 2015.
Meira um Þórð
#
Þessi reynsla, ásamt dýpri skilningi hans á leiknum, mótar kennsluaðferð sem byggir á bæði fagmennsku og raunverulegum leikreynslu.
Eftir mörg ár í atvinnumennsku vill Þórður nýta sína þekkingu úr keppnisgolfi og þekkingu á golfsveiflunni til að hjálpa öðrum kylfingum að ná sínum markmiðum. Hann leggur áherslu á tæknilega nákvæmni, andlega styrk og leikskipulag – og kennir af yfirvegun, virðingu og metnaði.
Þrátt fyrir að vera á lokasprettinum í PGA námi hefur Þórður þegar sannað sig sem leiðbeinandi sem nemendur treysta og sækjast í. Hann nálgast kennsluna af innlifun og trú á því að með réttri nálgun geti hver kylfingur bætt sig, óháð getustigi.
Þórður er framkvæmdastjóri hjá Golfklúbbi Kiðjabergs og sinnir m.a. þar golfkennslu fyrir klúbbmeðlimi bæði hóp- og einkakennslu

Æfingaaðstaða

El Rompido býður upp á frábæra æfingaaðstöðu og hentar kylfingum af öllum getustigum að búa til æfingar sem hentar viðkomandi aðilum. 
Á El Rompido eru tvö æfingasvæði (Driving Range) þar sem rúmlega 30 manns komast auðveldlega fyrir. Mögulegt er að slá bæði af gervigrasmottum og grasi. 
Aðal æfingasvæðið, sem er staðsett hjá Suður vellinum, er 250 metrar að lengd og mögulegt að slá báðum megin.
Hitt æfingasvæðið er staðsett á Norður vellinum og er 200 metrar að lengd.
Tvær stórar púttflatir eru á El Rompido, tvær flatir sérstaklega ætlaðar vippum og glompuhöggum og að lokum pitch æfingasvæði þar sem kylfingar geta æft sig í 30-70 metra höggum.

Golfvellirnir

Norðurvöllurinn (North Course): 
Var opnaður í júní 2006 og hefur verið talinn meðal 1000 bestu golfvalla í Evrópu vegna óvenjulegrar og nýstárlegrar hönnunar sinnar. Völlurinn krefst bæði krafts og nákvæmni, þar sem meðalstórar flatirnar reyna á bæði reynda leikmenn sem og þá með hærri forgjöf. 
Suðurvöllurinn (South Course): 
Opnaður árið 2003 og liggur við hliðina á golfskálanum. Völlurinn er flatur og með stórum flötum sem bjóða upp á fjölbreyttar áskoranir. Þessi völlur hentar leikmönnum á öllum getustigum. Báðir vellirnir eru án byggðar í kring, sem gerir leikinn enn ánægjulegri í náttúrulegu umhverfi. Þeir eru staðsettir í náttúruverndarsvæðinu Marismas del Río Piedras, sem bætir á einstaka upplifun kylfinga sem spila á El Rampido.

Hótelið

Precise Resort El Rompido er glæsilegt fimm stjörnu hótel staðsett í fallega sjávarþorpinu El Rompido við Costa de la Luz á Spáni. Hótelið er umkringt náttúruverndarsvæðinu Marismas del Río Piedras og er í hjarta stórkostlegs 36 holu golfvallar, sem gerir það að kjörnum áfangastað fyrir golfáhugafólk. 
Hótelið býður upp á 184 stílhrein herbergi, 10 rúmgóðar junior svítur og 2 svítur. Öll herbergin eru hönnuð til að tryggja hámarks þægindi gesta. Á hótelinu eru veitingastaðir sem bjóða upp á ljúffenga árstíðabundna matargerð með einstökum andalúsískum anda. 
Á hótelinu er að finna heilsulind þar sem gestir geta notið afslappandi meðferða og vellíðunarþjónustu. Bæði innanhúss og utanhúss sundlaugar eru í boði fyrir gesti sem og vel útbúin líkamsræktaraðstaða.
Með einstakri staðsetningu, fjölbreyttri aðstöðu og framúrskarandi þjónustu er Precise Resort El Rompido fullkominn áfangastaður fyrir þá sem leita að lúxus og afslöppun í fallegu umhverfi.

Ferðadagsetningar

Ferðadagsetningarnar hér eru flugdagsetningar frá Íslandi. Ef þið viljið skoða möguleikann á öðrum dagsetningum fyrir hópinn ykkar getið þið sent okkur póst á elite@eliteferdir.is
  •  24. september - 1. október (UPPSELT)
  • 1. október - 8. október
  • 11. október - 18. október
  • 22. október - 29. október
Search