Panel only seen by widget owner

Lúxusferð til Madrid

10 dagar: 19-28 september
Madrid, Norður-Spánn
Verð frá;
Kr.- 599.900 á mann

Lúxusgolfferð til Madrid og Norður-Spánar

Einstök golfferð til Madrid, Ribera del Duero og Cantabria.
Við bjóðum upp á einstaka golfferð til Spánar þar sem leiknir verða golfhringir á nokkrum af bestu golfvöllum Spánar. Ferðin sameinar lúxusgistingu, golf í hæsta gæðaflokki, einka vínsmökkun, hádegisverð á heimsfrægri vínekru og menningarlega upplifun í sumum af fallegustu borgum Spánar.

Þetta er ógleymanleg golfferð fyrir þá sem vilja upplifa golf í hæsta gæðaflokki, menningu og lúxus í einni af fallegustu borgum og héruðum Spánar. Tryggðu þér sæti í þessari einstöku ferð!

Ferðalýsing

Madrid
  • Nætur - 4 
Gisting á Eurostars Suites Mirasierra. Við munum spila golf á nokkrum frægustu golfvöllum Madrid. Þar á meðal RSHECC North Course (Von Hagge), La Herrería GC og La Moraleja 3 (Jack Nicklaus). 

Ribera del Duero
  • Nætur - 1
Gisting á Parador de Lerma, glæsilegt hótel staðsett í 17. aldar kastala sem áður var hertogahöll. Hótelið sameinar sögulega arfleifð og nútímaþægindi ásamt því að bjóða upp á einstaka upplifun í hjarta Ribera del Duero. Leikið verður golf á Lerma GC. Að auki verður einka vínsmökkun á Pinea Winery en vín frá þessari vínekru hefur til að mynda verið notað á Augusta Masters Gala Dinner. 

Cantabria 
  • Nætur - 3
Gisting á Hotel Torres de Somo sem staðsett er við ströndina í Santander. Leiknir verða tveir golfhringir á Real Golf de Pedreña, heimavelli Seve Ballesteros. Tími verður til að skoða Botin Museum, Palacio de la Magdalena og strendur Cantabria. 

Madrid
  • Nætur - 1
Gisting á Retamares Suites með möguleika á að spila á Retamares Golf Course (Olazábal hönnun).

Afþreying og upplifanir utan golfvalla

  • Vínsmökkun og hádegisverður á Pinea Winery
  • Skoðunarferð um Valle de los Caídos (Cuelgamuros)
  • Sigling yfir Santander-flóa til að njóta útsýnis yfir borgina
  • Matar- og vínupplifun í heimsklassa

Golfvellirnir

RSHECC North Course:
Frægur golfvöllur í Madrid, hannaður af Robert Von Hagge. Krefjandi brautir og fjölbreytt landslag. 
La Herrería GC:
Einstakur völlur í náttúruverndarsvæði nálægt San Lorenzo de El Escorial. Útsýni yfir Monastery of El Escorial og umkringdur fallegum skógum. 
La Moraleja 3 (Jack Nicklaus):
Talinn einn besti golfvöllur Spánar, hannaður af sjálfum Jack Nicklaus. 
Lerma GC:
Skemmtilegur völlur í Ribera del Duero. 
Real Golf de Pedreña:
Klassískur og sögufrægur völlur, hannaður af Harry S. Colt og síðar endurbættur af Seve Ballesteros. 
Retamares Golf Club:
Frábær golfvöllur sem hentar kylfingum af öllum getustigum. Einn af bestu golfvöllum Spánar, hannaður af José María Olazábal.

Ferðadagsetningar haustið 2025

Ferðadagsetningarnar hér eru flugdagsetningar frá Íslandi. Ef þið viljið skoða möguleikann á öðrum dagsetningum fyrir hópinn ykkar getið þið sent okkur póst á elite@eliteferdir.is
  • 10 dagar - 19 september
Search