Panel only seen by widget owner

PGA Aroeira - Portúgal

Tímabil
26 september - 3 nóvember
Staðsetning
Aroeira - Portúgal
Verð frá
Kr.- 289.900 á mann

PGA Aroeira - Lissabon

PGA Aroeira svæðið er í aðeins 25 km fjarlægð frá hinni yndislegu borg, Lissabon, í Portúgal. Þar er að finna tvo heimsklassa golfvelli, PGA Aroeira No.1 og PGA Aroeira No.2. Báðir bjóða þeir upp á einstaka golfupplifun í stórkostlegu umhverfi. 
Hér geta golfarar á öllum getustigum fundið áskorun við sitt hæfi.

Golfvellirnir

PGA Aroeira No.1
Völlurinn er hannaður af Frank Pennink og var fyrst opnaður árið 1973. Þessi 18 holu, par 72 völlur, er oft kallaður "Wentworth Lissabon" vegna náttúrufegurðar sinnar og krefjandi hönnunar. Völlurinn liggur um þéttan furuskóg og krefst nákvæmni í upphafshöggum til að ná góðum árangri. PGA Aroeira No.1 hefur hýst Portúgalska Opna mótið árin 1996 og 1997 og er metinn meðal 100 bestu valla í meginlandi Evrópu samkvæmt Golf World tímaritinu.

PGA Aroeira No.2
Opnaður í apríl árið 2000 og hannaður af Donald Steel. Þessi 18 holu völlur er yfir 6.300 metrar að lengd frá öftustu teigum. Völlurinn býður upp á krefjandi upplifun með fimm stórum vötnum, vel staðsettum sandglompum og bylgjóttum flötum. PGA Aroeira No.2 hefur verið vettvangur tveggja móta í Ladies European Tour og er hannaður til að hýsa mót á hæsta stigi.

Hótelið

Aroeira Lisbon Hotel er frábært 4* hótel staðsett í aðeins 25 km akstursfjarlægð suður af miðborg Lissabon og 40 km frá Setúbal. Steinsnar frá hótelinu er svo að finna hina vinsælu Fonte da Telha strönd þar sem margir góðir veitingastaðir eru staðsettir. Boðið er upp á skutlþjónustu fyrir hótelgesti að ströndinni. 
Hótelið samanstendur af 66 rúmgóðum tveggja manna herbergjum og tveimur svítum, hannað með þægindi og slökun í huga. Öll herbergi sem viðskiptavinir Elite Ferða munu gista í verða með útsýni að garði og hótelsundlaug. Herbergin eru búin LCD sjónvörpum með innlendum og alþjóðlegum rásum, ókeypis Wi-Fi, minibar og öryggishólfi. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. 
Á hverjum föstudegi er vínsmökkun í boði fyrir hótelgesti að kostnaðarlausu og hvern eftirmiðdag er boðið upp á te tíma þar sem hótelgestir geta fengið sér te og kökur að endurgjaldslausu. Fyrir matgæðinga er INPAR veitingastaðurinn á hótelinu þekktur fyrir hágæða matargerð og fjölbreytt úrval af vínum. Einnig er Pine Bar á staðnum þar sem gestir geta notið drykkja í notalegu umhverfi. 
Með nálægð við bæði Lissabon, fallegar strendur og tvo frábæra golfvelli, sameinar Aroeira Lisbon Hotel allt það sem kylfingar, og aðrir hótelgestir sækjast eftir.
Hótelið er staðsett ca. 300 metra frá PGA Aroeira 2 og ca 1 km frá PGA Aroeira 1 - Skutl þjónusta er í boði á báða golfvelli.

Ferðadagsetningar haustið 2025

Ferðadagsetningarnar hér eru flugdagsetningar frá Íslandi. Ef þið viljið skoða möguleikann á öðrum dagsetningum fyrir hópinn ykkar getið þið sent okkur póst á elite@eliteferdir.is
  • 8 dagar - 6 október, 17 október, 27 október
  • 11 dagar - 26 september (UPPSELT), 17 október
  • 12 dagar - 6 október
Search